Fjörtíu mínútur með Madiba

Ég var 28 ára þegar ég hitti Nelson Mandela í Jóhannesarborg í júlí árið 2000 ásamt vinum mínum Inga R. Ingasyni og Róberti Marshall. Ég man þegar ég stóð í garðinum fyrir utan heimili hans í úthverfi Jóhannesarborgar hugsaði ég að hann hefði setið í fangelsi í jafn langan tíma og ég hafði lifað, mínus[…]

Brynja mín fertug

Unnusta mín Brynja Gísladóttir er fertug í dag. Af minna tilefni hef ég nú bloggað. Brynja mín kom brosandi í heiminn tíu mínútur í eitt að nóttu þann 24. júlí 1973. Að sögn móður hennar hefur alltaf verið sól á þessum degi. Mér finnst það ekkert skrýtið því Brynja lýsir upp heiminn og hefur alltaf[…]

Í minningu vinar

Steingrímur Guðjónsson vinur minn lést í gær langt fyrir aldur fram eftir erfiða baráttu við krabbamein. Með okkur tókust kynni þegar hann, þá nýgreindur með krabbamein, hafði samband við Kastljós þar sem hann taldi það réttlætismál að stéttarfélag sem hann hafði greitt til í mörg ár myndi veita honum stuðning í veikindum sínum. Steingrímur vildi[…]

600 morfíntöflur frá sama lækni á tæpum mánuði

Kona  á fimmtugsaldri fékk ávísaðar að minnsta kosti 600 morfíntöflur af tegundinni Ketogan á tæpum mánuði . Lyfjaskammtarnir koma allir frá sama lækninum samkvæmt læknanúmeri á pakkningum. Hver pakki af Ketogan inniheldur 100 töflur og samkvæmt dagsetningum á pakkningunum liðu aðeins nokkrir dagar á milli sumra lyfjaávísana. Í leiðbeiningum frá lækninum á lyfjaumbúðunum segir að[…]

Á aldurstímamótum

Mamma minnti mig á það í dag að lífið er ekkert sjálfsagt. Ég þurfti virkilega að berjast fyrir lífi mínu fyrstu þrjá sólarhringana sem ég lifði. Ég fæddist talsvert fyrir tímann og henni var sagt að næstu þrír sólarhringar skæru úr um það hvort ég myndi lifa. Læknirinn sagði henni að ef hann kæmi inn[…]

Leita að karlmanni með gögn

Í tengslum við umfjöllun Kastljóss um óbirta skýrslu ríkisendnurskoðunar um innleiðingu Fjárhags- og bókhadskerfis ríkisisns hafði samband við mig maður sem sagðist hafa gögn fyrir mig. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sem hafði legið á rykfallinni hillu um árabil. Þegar Kastljós fór að fjalla um málið fór allt á fullt hjá Ríkisendurskoðun og skýrsla var skrifuð á nokkrum[…]

Gleðilegur dagur

Dagurinn í dag var gleðilegur. Sigrún Mjöll hefði orðið 20 ára og fyrsta úthlutun úr Minningarsjóði Sigrúnar Mjallar varð að veruleika. Fjórir styrkir voru veittir sem allir renna til góðra verkefna. Ég hef dregið mig að mestu út úr starfi Minningarsjóðsins, en mun sitja í varastjórn næstu fimm árin. Ævilanga verkefnið mitt verður að tryggja[…]

Mikilvægur styrkur handboltastjörnu

Aron Pálmarsson landsliðsmaður í handbolta hefur ákveðið að styrkja Minningarsjóð Sigrúnar Mjallar um 450 þúsund krónur og þar með tvöfalda þá upphæð sem er til úthlutunar. Aron hafði samband við mig daginn sem auglýsingin um styrki úr sjóðnum var birt og lýsti yfir áhuga að koma að starfi sjóðsins. Hann sagðist hafa fylgst með sögu[…]