„Hvar verð ég eftir 3 ár?“

Bréfið hér að neðan er skrifað af stúlku sem hefur verið edrú í 2 ár. Bréfið skrifaði hún sautján ára gömul – í vímuefnameðferð. Móðir stúlkunnar sendi mér bréfið og dóttir hennar gaf mér leyfi til að birta það hér á síðunni.

Hvar verð ég eftir 3 ár?
Í neyslu:
Ef að ég held áfram að vera að dópa og geri það svona reglulega og þarf virkilega á því að halda þá efast ég um að ég verði á góðum stað eftir 3 ár. Ég mun örugglega vera þannig að ég geri hvað sem er fyrir skammtinn minn og á eftir að enda sem sprautufíkill.  Ég á ekki eftir að geta verið í tengslum við fjölskylduna mína og það á engin eftir að treysta mér fyrir neinu. Ég á líklega eftir að búa á götunni eða alltaf bara milli húsa. Ég á örugglega eftir að vera alltaf í sömu fötunum. Ég á ekki eftir að geta horft á fólkið í ættinni minni vegna skammar eða kannski ekki beint skammar, heldur svona á eftir að líða alltaf svona öðruvísi í kringum fólkið sem er mér næst. Ég á aldrei eftir að geta mætt í nein matarboð eða svoleiðis vegna þess að ég á ekki eftir að geta lifað án fíkiniefna. Og þeir dagar sem að ég á ekki pening og á ekki efnin, eiga eftir að vera ömurlegir og fráhvörfin að drepa mig. Svo á þetta bara eftir að ganga endalaust í hringi sem sagt að lifa til að nota og nota til að lifa. Ég veit ekki hvernig að þetta veður. Þetta verður alveg 110% ÖMURLEGT líf þannig að ég er eiginlega byrjuð að spá af hverju dóp?  Til hvers að breyta sér með einhverjum efnum hvort sem það séu eiturlyf eða áfengi?  Ég veit ekki af hverju ég byrjaði – en ég veit af hverju ég ætla að hætta. Ég ætla að hætta vegna þess að ég á ENGA framtíð í neyslu og ég á ekki eftir að geta gert neitt. En ef að ég hætti þá kem ég til með að geta gert hvað sem að ég vil ég á eftir að gera farið í skóla.  Ég á eftir að geta eignast fjölskyldu.  Ég á eftir að geta eignast vini og þá er ég á meina alvöru vini ekki einhverja neyslufélaga og svoleiðis fólk .

Ekki í neyslu eftir 3 ár:
Ég á eftir eiga mér líf.  Ég á eftir að geta gert það sem að ég vil og fólkið í kringum mig á eftir að treysta mér. Að hugsa sér að vera kannski komin með íbúð. Og eiga bíl og vakna á hverjum degi og vita það að maður þurfi ekki að fá sér – að lífið snúist ekki um að nota. Ég vil að fólkið mitt geti treyst mér. Ég á vonandi eftir að líta mun betur út. Ég held að það sé málið að ég stefni af því að eignast heilbrigðara líf.  Það er það sem að ég ætla að gera .. svona verð ég eftir 3ár.

Hérna koma nokkrir punktar um hvernig maður þarf að lifa ef að maður er í neyslu:  Lífið er endalaus lygi. Þú þarft alltaf að standa í því að vera að ljúga og svo er líka vesen að muna alltaf lygina.  Svo dettur inn annað slagið hvernig maður myndi bregðast við ef að einhver annar í fjölskyldunni væri svona – maður yrði ekki sáttur – en svo finnst manni allt í lagi að maður sé að gera þetta sjálfur.  Það er ekki rétt hugsun. Ef að þér finnst ekki í lagi að aðrir séu að nota þá er ekki í lagi að þú sért að nota – þannig er það bara – þetta ætti ekki að vera til. Ég ætla að hætta þessu og fara að lifa heilbrigðu lífi . Ég ætla að gera það núna meðan ég hef tækifæri til þess og á meðan að það er fólk í kringum mig sem að er tilbúið til að hjálpa mér. Ég efast um að ef að ég héldi áfram að ég gæti hætt eftir 5 ár. En núna meðan að ég er svona ung þá ætla ég að hætta og það eru miklu meiri líkur á því að ég geti það á meðan ég er svona ung. Ég ætla ekki að lifa lengur í þessu lífi – þessu dóplífi – ég ætla mér að hætta að nota eiturlyf og brosa framan í heiminn og þá mun hann brosa til mín til baka.

Ég er líka farin að pæla,  af hverju að vera að breyta sínu hugarástandi með einhverjum örvandi efnum hvort sem að það sé áfengi eða eiturlyf? Ég hef aldrei pælt í þessu svona. Ég hef alltaf bara haft það í huganum að þetta sé bara smá skemmtum til að verða eitthvað nettruglaður en svo er ekki. Þú ert að flýja veruleikan.  Þú ert í rauninni að flýja þitt eigið líf. Það er bara vegna veikleika eða einhverra erfiðleika sem að þú hefur gengið í gegnum – sem að þú ert ekki tilbúin til að takast á við en það er ekki svoleiðis hjá öllum.  Þetta líka þannig að hjá sumum er þetta bara fíknisjúkdómur sem að þú þróar með þér.“


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /web/johanneskr/public_html/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 399

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *