Ábendingar um fréttir

Þessi vefsíða er hugsuð sem gluggi fólks til að koma hugmyndum að umfjöllunum, fréttatipsum, upplýsingum eða gögnum til mín. Ég hef áhuga á öllum fréttum og sérstaklega þeim sem skipta máli fyrir íslenskt samfélag og  borgara landsins – umfjöllunum sem geta bætt samfélagið.

Brynjólfur Þór Guðmundsson blaðamaður skrifaði ágæta grein um stöðu rannsóknarblaðamennsku á Íslandi. Þar hafði hann meðal annars eftir mér;

„Rannsóknarblaðamennska snýst um að blaðamaður grafi upp hluti sem eru að gerast í samfélaginu, sama hvort er í viðskiptum, á félagslega sviðinu, í kringum stjórnmál, stjórnsýslu eða aðra þætti samfélagsins. Rannsóknarblaðamaðurinn vinnur í raun allan sólarhringinn og það þarf sterkan og ákveðinn vilja til að vinna þetta starf. Rannsóknarblaðamaðurinn hringir ekki bara tvö símtöl. Þau geta verið hundrað. Hann fer heim til fólks og bankar uppá til að fá upplýsingar. Hann les skýrslur áður en hann fer að sofa og hittir heimildarmenn á kvöldin.“

Ég hef alltaf lagt mikið upp úr því að vera í góðum samskiptum við fólkið í landinu. Þaðan koma bestu fréttatipsin – þar eru sögurnar.

Ofarlega hægra megin á þessari síðu er hnappur fyrir þá sem vilja koma til mín nafnlausum ábendingum um allt milli himins og jarðar. Netfangið mitt er johanneskr@johanneskr.is – og þeir sem vilja koma gögnum til mín bréfleiðis geta sent þau á heimilisfang RÚV – merkt: Jóhannes Kr. Kristjánsson/Kastljós.


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /web/johanneskr/public_html/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 399

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *