Bréfin

Mér hafa borist um 600 bréf frá fólki frá því Kastljósið hóf að sýna þættina um læknadópið. Ég hef ekki haft tíma til að líta á nema nokkur þeirra og þau sem ég hef lesið eru bæði falleg og sorgleg; sögur af fólki sem hefur látist vegna ofneyslu fíkniefna, áfengis, af slysförum vegna neyslu og þeim sem hafa tekið eigið líf eftir fíkniefnaneyslu. Sum bréfin eru ákall foreldra barna sem eru komin í neyslu. Foreldra sem vita ekkert hvert þau eiga að snúa sér í baráttunni við þennan heim og barnið sitt.

Ég vil nota tækifærið og benda foreldrum á Foreldrahús. Þar er vel tekið á móti foreldrum barna í neyslu sem vita ekkert hvað þau eiga að gera í baráttunni. Þangað fór ég sjálfur, reyndar eftir að dóttir mín lést og þar áttaði ég mig á því að mínar hugsanir og tilfinningar voru ekki rangar þegar dóttir mín var á lífi og í neyslu. Öll reiðin, sorgin, hræðslan – ég fann fyrir öllum þessum tilfinningum hjá foreldrunum sem ég ræddi við. Foreldrasíminn er: 581-1799 og er opinn allann sólarhringinn.

Ég ætla að gefa mér tíma til að fara yfir bréfin sem ég hef fengið og svara þeim öllum.

Fjölmargir hafa sent mér upplýsingar og gögn um lækna sem hafa verið duglegir að ávísa lyfjum á einstaklinga og nokkrir hafa sent mér upplýsingar um dópsala. Þessum upplýsingum kem ég til kvörtunardeildar Landlæknisembættisins og lögreglunnar.

Nafnlausi pósturinn minn (ofarlega í hægra horninu á síðunni) er alltaf opinn og netfangið mitt er neðst á síðunni.


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /web/johanneskr/public_html/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 399

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *