Eldri menn og ungar stúlkur

Ég er hjartanlega sammála Bergsteini Sigurðssyni blaðamanni á Fréttablaðinu varðandi eldri menn sem nýta sér ungar stúlkur og neyð þeirra. Í ferð minni ofan í þessa svörtu heima ungu fíklanna hef ég rætt við fjölda stúlkna sem eru eða hafa verið undir hælnum á eldri mönnum. Sögurnar eru allar mjög svipaðar; þessir menn hafa gefið þeim fíkniefni, flott föt, veitt þeim húsaskjól og farið með þær í “flottu” partýin. Um leið og þessir menn verða sjálfir leiðir á stúlkunum er þeim hent út á götu.

Glansmyndirnar af þessum mönnum sem hafa verið dregnar upp eru ljótar myndir sem samfélagið á ekki að samþykkja. Yfirvöld verða að grípa inn í og ná þessum stúlkum í sínar hendur og koma þeim til aðstoðar.

Yfirvöld virðast hinsvegar bregðast seint og illa við í málum sem þessum. Ég minni á orð móður 15 ára stúlku sem var í klónum á eldri manni, sem sagði í Kastljósþætti síðustu viku að hún og maðurinn hennar hefðu safnað saman hópi karlmanna sem sótti stúlkuna heim til mannsins. Þetta á ekki að vera svona – en ég skil svo mætavel að foreldrarnir hafi brugðist við með þessum hætti til að bjarga stúlkunni sinni. En þetta á ekki að vera svona.Yfirvöld þurfa og eiga að grípa inní.

Það þarf að rífa þessa glansmynd niður og segja sannleikann.

 

Hér er slóð á grein Bergsveins: http://visir.is/omurleg-throun/article/2011705279911


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /web/johanneskr/public_html/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 399

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *