Ertu með hugmynd?

Flestir blaðamenn eru með hausinn stútfullann af fréttamálum og hugmyndum. Ég er með fullt af málum sem ég er að vinna að, en mér finnst hinsvegar alltaf mikilvægt að fá hugmyndir frá öðrum. Það breikkar sviðið og færir mann nær málunum sem brenna á fólki. Á mínum ferli sem blaðamaður hef ég alltaf leitað eftir fréttahugmyndum frá fólkinu í landinu. Oft koma frábær mál til mín með þeim hætti og enda sem sterkar fréttir sem mögulega breyta einhverju í samfélaginu – bæta það.

Þetta er ósköp einfalt; hafirðu hugmynd að fréttamáli eða býrð yfir upplýsingum sem þú vilt koma til mín – þá sendirðu mér póst á netfangið johanneskr@johanneskr.is – fyrir þá sem vilja er hægt að senda mér bréfpóst á Rúv. Ég þarf vart að taka það fram að ég fer með allt sem mér berst sem trúnaðarmál.


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /web/johanneskr/public_html/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 399

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *