-fjölskylda í Reykjavík styrkti sjóðinn að auki um 300 þúsund krónur.
Fiskbúð Hólmgeirs í Mjóddinni bauð 200 þúsund krónur í treyju Arons Pálmarssonar landsliðsmanns í handbolta og leikmanns Kiel í Þýskalandi. Treyjan mun því að öllum líkindum hanga uppi í fiskbúðinni öllum til gleði. Til viðbótar styrkti fjölskylda í Reykjavík sjóðinn um 300 þúsund krónur og því er 1,5 milljónir til úthlutunar þetta árið. Þessir peningar skipta miklu máli því þeir hafa komið að mjög góðum notum í verkefnum sem tengjast skapandi starfi ungmenna sem eru á meðferðarheimilum. Um það snýst allt starf sjóðsins – að styrkja skapandi verkefni ungmenna sem hafa eða eiga við vímuefnavanda að etja.
Sunnudaginn 22. desember, á afmælisdegi Sissu verður þessum peningum úthlutað en sjö verkefni sóttu um styrk í Minningarsjóðinn að þessu sinni.
Fjölskylda Sigrúnar Mjallar og stjórn Minningarsjóðs Sigrúnar Mjallar þakkar innilega fyrir þennan mikilvæga stuðning frá Fiskbúð Hólmgeirs, Aroni Pálmarssyni og fjölskyldunni sem styrkti sjóðinn.