Í minningu vinar

Steingrímur Guðjónsson vinur minn lést í gær langt fyrir aldur fram eftir erfiða baráttu við krabbamein. Með okkur tókust kynni þegar hann, þá nýgreindur með krabbamein, hafði samband við Kastljós þar sem hann taldi það réttlætismál að stéttarfélag sem hann hafði greitt til í mörg ár myndi veita honum stuðning í veikindum sínum. Steingrímur vildi einnig vekja athygli á þeim kostnaði sjúklinga sem þeir þurfa sjálfir að greiða inn í spítalakerfinu þegar þeir veikjast alvarlega og berjast fyrir lífinu. Það fannst honum ósanngjarnt.

Í þremur viðtölum gaf hann landsmönnum innsýn í heim sjúklings sem berst fyrir eigin lífi með öllum kröftum, en þarf líka að eyða kröftum í að hafa efni á því. Vinir Steingríms héldu styrktartónleika fyrir hann í Gamla bíói, hans gamla vinnustað. Það þótti honum óskaplega vænt um en að sama skapi fannst honum það fáránlegt að slíkt þyrfti að gera.

Í gegnum vinnu mína með Steingrími urðum við vinir og töluðum saman allt fram á síðasta dag. Ég heimsótti hann á spítalann og líknardeildina undir það síðasta. Í næstsíðasta skiptið sem ég heimsótti hann ræddum við stuttlega um hans innlegg í þessa umræðu – hann vildi að henni yrði haldið áfram. Í þessari heimsókn ræddum við einnig um Akranes – bæinn sem stóð næst hans hjarta. Ég var þá nýkominn af Írskum dögum og Steingrímur sagði mér þá söguna af því þegar hann og fleiri ákváðu á sínum tíma að byrja með írska daga á Skaganum. Hann kom manni sífellt á óvart.

Í síðasta viðtalinu sem ég tók við Steingrím, þegar ljóst var orðið að hann myndi ekki hafa betur í baráttunni við krabbameini sagði hann; „Skilaboðin eru kærleikur, haldið utan um hvort annað, hjálpið hvort öðru. Peningarnir skipta ekki öllu máli og hættið þessu kapphlaupi.“

Ég votta Kirsten og öllum ættingjum Steingríms innilegrar samúðar.


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /web/johanneskr/public_html/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 399

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *