Glitnismenn íhuguðu að leita til Seðlabankans í mars 2008

Staða Glitnisbanka var orðin mjög slæm um miðjan mars 2008, hálfu ári áður en bankinn féll. Í tölvupósti sem bar yfirskriftina „Staðan í dag – í pípunum“, sendi sérfræðingur í bankanum þann 14. mars 2008 tölvupóst, sem minnst er á í kæru FME til embættis sérstaks saksóknara þar sem hann segir ástandið slæmt. Kom fram að staðan þann 14. mars væri ekki glæsileg og var stjórnendum Glitnis farið að líða nokkuð illa með lausafjárstöðuna.

Stuttu síðar sama dag sendi Erlendur Magnússon þá framkvæmdastjóri deildar sem sá um skuldsettar fjármagnanir Glitnisbanka tölvupóst til æðstu stjórnenda og lykilstarfsmanna – þar á meðal Lárusar Welding forstjóra bankans. „Við verðum að fá aðstoð Seðlabankans til þess að leysa þetta mál. Það má ekki bíða fram á síðustu stundu. Að öðrum kosti verða hlutabréf bankans svo gott sem verðlaus um páskana,“ skrifaði Erlendur.
—–

Það hringdi í mig maður í vikunni og vildi þakka fyrir það að mamma hans, öldruð kona, skyldi núna af hverju peningarnir hennar hefðu brunnið upp í bankahruninu. Hún horfði á umfjöllun Kastljóssins um meinta markaðsmisnotkun bankanna. Mamman  keypti hlutabréf í einum þeirra árið fyrir hrun – og tapaði þeim peningum eins og tugþúsundir annarra íslendinga. Sonur hennar sagði að hún yrði reið fram að Þorláksmessu.

Það hafa margar fréttir verið fluttar og skrifaðar um meinta markaðsmisnotkun bankanna. Fáir hafa skilið hugtakið – enn færri hvernig það virkaði.

Ef þessi stóru mál er varða meinta markaðsmisnotkun stóru bankanna þriggja fara í ákærumeðferð og þaðan í dómssali þá á eflaust margt eftir að koma fram – sem á eftir að koma á óvart. Það skiptir máli fyrir samfélagið að vita hvað gerðist, hvernig það var gert, hverjir vissu hvað gert var og hverjir stjórnuðu því.


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /web/johanneskr/public_html/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 399

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *