Í vinnu minni við að skoða harðan neysluheim unglinga hef ég kynnst mörgum sem eru á mismunandi stöðum í neyslunni. Ein þeirra er ung stúlka. Ég hef talað reglulega við þessa stúlku og hún hefur sagt mér hvað henni líði illa í þessum heimi – þar sem allt snýst um að útvega sér næsta skammt af morfíni, rítalíni eða maríjúana.
Hún sendi mér bréf í kvöld. Það var stutt en áhrifaríkt;
“Þetta lag lýsir öllu.”