Í hverri viku fæ ég spurningu um hvar hægt sé að finna Kompásþættina á netinu. Þeir hafa nefnilega ekki verið aðgengilegir og voru allir teknir út samhliða uppfærslu á vefkerfi Vísis. Nú eru þeir aðgengilegir á Kompás hlekknum hér til hliðar á síðunni.
Alls urðu þættir Kompáss 100 talsins. Fréttaskýringarnar nálguðust 300 og margar þeirra vöktu upp viðbrögð í samfélaginu. Það eru margir sem hafa haldið því fram að Kompás hafi snúist um barnaníðinga og dóp – en þegar fréttaskýringar sem falla í þann flokk eru taldar kemur í ljós að þær eru í miklum minnihluta. Fylla kannski tvo tugi eða svo, en engu að síður vöktu fréttirnar mikil viðbrögð.
Ég fagna því að Vísir sé aftur kominn með Kompásþættina á vefinn og bendi hér með öllum þeim sem hafa óskað eftir þáttum frá mér að kíkja á síðuna.