Læknar og dópsalar

Mynd: Kastljós.Ég hef fengið mikið af góðum bréfum síðustu daga frá fólki sem vill koma til mín upplýsingum um fíkniefna- og læknadópheiminn. Síðustu þrjá mánuði hef ég stigið ofan í svartan heim unglinga í harðri neyslu. Það kom mér mjög á óvart hve auðvelt það er fyrir þessa krakka (í sumum tilvikum börn) að verða sér úti um fíkniefni og læknadóp – af öllum tegundum.

Sum bréfin sem mér hafa borist, í gegnum fésbókina mína og í gegnum nafnlausa póstinn hér á vefsíðunni minni, gefa góðar upplýsingar um það hve auðvelt er fyrir fíkla að útvega sér læknadóp í gegnum lækna.

Ég vil ganga alla leið og því bið ég fólk um að senda mér, annaðhvort í gegnum netfang mitt eða í gegnum nafnlausa póstinn (efst til hægri á þessari síðu) upplýsingar og gögn um lækna og dópsala. Úr þessum upplýsingum ætla ég að vinna og koma síðan til lögreglu og Landlæknisembættisins.

Ég vil líka benda á fíkniefnasíma lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu; 800-5005.

„Þegar hringt er í fíkniefnasímann svarar talhólf.  Þar getur þú lesið inn þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri við lögreglu.  Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust.  Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða þú óskar þess þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang.“

Það er líka hægt að senda tölvupóst til lögreglunnar; info@rls.is.


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /web/johanneskr/public_html/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 399

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *