Leita að karlmanni með gögn

Í tengslum við umfjöllun Kastljóss um óbirta skýrslu ríkisendnurskoðunar um innleiðingu Fjárhags- og bókhadskerfis ríkisisns hafði samband við mig maður sem sagðist hafa gögn fyrir mig. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sem hafði legið á rykfallinni hillu um árabil. Þegar Kastljós fór að fjalla um málið fór allt á fullt hjá Ríkisendurskoðun og skýrsla var skrifuð á nokkrum vikum – skýrsla sem hafði legið óhreyfð um langan tíma.

Í tengslum við umfjallanir sem þessar fær maður ótrúlega margar ábendingar. Það var einmitt í framhaldi af þessari umfjöllun sem karlmaður hringdi beint í mig í borðsíman. Hann vildi ekki segja mér nafn og ekkert um sjálfan. Hann hringdi úr leyninúmeri. Þessi maður sagðist vera með tölvudisk fyrir mig, fullan af gögnum sem skipta máli í málefnalegri uppljóstrun. Ég væri mögulega að benda á manninn ef ég segði hvert innihald tölvudisksins er – en það er mjög viðkvæmt.

Ég vona að þessi skrif mín rati á hans fésbókarsíðu og að hann sjái að ég leiti að honum – svo endilega verið dugleg að deila þessu pistli. Ég lít á þennan mann sem heimildarmann minn og sem blaðamaður ríkir trúnaður á milli þessa tveggja einstaklega fram yfir gröf og dauða. Frekar hlyti ég refsingu en að gefa einhverjar upplýsingar um heimildarmenn mína.

Smá hint fyrir manninn sem ég ræddi við í símann – svo hann átti sig á ég sé að leita að honum. „Ég bauð þér að hitta mig og þú myndir á afhenda mér diskinn. Þú varst ekki tilbúinn til þess. Þú sagðir mér að upplýsingar á disknum væri mjög viðkvæmar og varst þungt hugsi yfir því hvernig þú fékkst þær í hendurnar.”

Til að komast í samband við mig er eftirfarandi;

Sendu mér bréf sem nefnir stað sem þú vilt hitta mig á eða jafnvel skilja tölvudiskinn eftir. Það bréf geturðu sent með pósti. Heimilisfangið er:

RÚV,

Berist til Jóhannes Kr. 

Efstaleiti 1,

150 Reykjavík. 

Og merktu það trúnaðarmál.

Hafðu þig í endilega í þetta – það sem þú ert með í höndunum skiptir mjög miklu máli.

Jóhannes Kr. Kristjánsson

Ps. Og ef fleiri vilja koma gögnum, hvort sem er á tölvudiskum/USB lyklum eða í bréfiformi þá bendi ég á ofangreinda leið.


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /web/johanneskr/public_html/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 399

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *