Minningarsjóður Sigrúnar Mjallar

Eftir því sem ég fer í gegnum fleiri bréf sé ég að margir vilja leggja fyrirhugðum Minningarsjóði Sigrúnar Mjallar lið með peningaframlagi. Tilgangur sjóðsins verður að styðja við bakið á skapandi verkefnum ungmenna sem eru í meðferð á meðferðarheimilum unglinga á hverjum tíma – verkefnum sem unglingarnir sjálfir fá hugmyndir að, útfæra og sækja um peningaframlag. Úthlutað verður úr sjóðnum einu sinni á ári, á afmælisdegi Sigrúnar Mjallar, þann 22. desember ár hvert. Fyrsta úthlutun fer fram á þessu ári.

Í sjóðsstjórninni munu sitja einstaklingar sem komu að meðferð Sigrúnar Mjallar og hún treysti vel.

Stofnframlag sem þarf að leggja til svo hægt sé að stofna minningarsjóð er ein milljón króna. Slíkir sjóðir eru skráðir sem slíkir hjá innanríkisráðuneytinu (dómsmálaráðuneytinu). Það verður því ekki hægt að stofna sjóðinn fyrr en hægt er að leggja eina milljón króna fram sem framlag.

Hér er því reikningsnúmerið þar til sjóðurinn verður stofnaður:

R: 115-05-65420

Kt: 030272-4989

Ég vil þakka áhuga fólks fyrir viljann til að leggja sjóðnum lið.

 

 


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /web/johanneskr/public_html/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 399

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *