Ótrúleg viðbrögð við grein – mamma á batavegi


Ég bjóst eiginlega ekki við neinum viðbrögðum þegar ég setti pistilinn um mömmu á síðuna mína. Það var vegna þess að mig langaði til þess og af engu öðru tilefni. Bréf frá syni til móður.

Ég hef sjaldan fengið eins mikil viðbrögð við nokkru sem ég hef sett á síðuna mína. Bréfin sem ég hef fengið og eru enn að koma nálgast eitt hundrað og í þeim lýsir fólk sambandi sínu við foreldra – bæði mömmur og pabba.

En ég hef líka fengið ábendingar um aðbúnað eldra fólks – foreldra eða ættingja þeirra sem hafa skrifað mér bréf og lýst heldur nöturlegum aðstæðum þess. Ég hef líka fengið bréf þar sem aðstæðum einstæðinga er lýst – eldra fólki sem býr eitt og á enga ættingja og hefur ekki fengið inni á dvalar- eða hjúkrunarheimilum. Mig langar að vita meira og þess vegna læt ég þennan pistil flakka.

Ég ber ómælda virðingu fyrir gamla fólkinu – því fólki sem byggði þetta samfélag upp og er nú komið á þann stað að þurfa á hjálp samfélagsins að halda.

Miðað við þann fjölda af bréfum sem ég fékk, veit ég að sögurnar af aðbúnaði gama fólksins þarna úti eru miklu fleiri. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta gert það í gegnum netfangið mitt; johanneskr@johanneskr.is eða sent mér ábendingar með því að ýta á hnappinn hér hægra megin á síðunni. Nú eða hringt í mig. Og vonandi deilið þið þessum pistli.

Margir hafa í bréfum til mín spurt frétta af mömmu; hún hefur það ágætt. Aðgerðin gekk vel þar sem lærleggurinn var spengdur saman. Nú taka við stífar æfingar hjá henni og nú vona ég bara að hún verði fljót að jafna sig.


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /web/johanneskr/public_html/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 399

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *