Þau sem ekki svöruðu

Á dögunum kynnti Háskólinn á Akureyri samevrópska vímuefnakönnun, Espad 2011. Helstu niðurstöður könnunarinnar hvað varðar kannabisneyslu ungmenna á Íslandi eru þessar; 

„Neysla 15 – 16 ára unglinga á hassi og marijúana er svipuð og hún var fyrir sextán árum. Árið 1995 höfðu 10% unglinga á þessum aldri prófað kannabisefni en11% árið 2011. Mest mældist neyslan 15% árið 1999 en minnst 9% árið 2007.“

Og í könnuninni kemur þetta einnig fram;

„Aðgengi 15 – 16 ára unglinga á hassi og maríjúana mælist nú jafnframt svipað og fyrir sextán árum. Vorið 1995 töldu 41% unglinganna að það væri erfitt eða útilokað fyrir þá að verða sér úti um slík efni ef þau vildu en 11% að það væri mjög auðvelt. Vorið 2011 töldu 42% að það væri erfitt eða útilokað en 12% að það væri mjög auðvelt. Mest mældist aðgengi íslenskra unglinga að kannabisefnum árið 1999 þegar 24% töldu mjög erfitt eða útilokað að verða sér úti um hass eða marijúana en minnst árið 2007 þegar 44% nemenda í 10. bekk töldu slíkt erfitt eða útilokað.“

Það er vonandi að neysla ungmenna á kannabisefnum sé að minnka. Það er þó rétt að það komi fram að svarhlutfall í könnuninni var 81%. Það voru semsagt 19% nemenda í 10. bekkjum grunnskóla á Íslandi sem tóku ekki þátt í könnuninni. Hvar var sá hópur þann dag sem könnuninn var gerð? Er þetta kannski hópurinn sem er í neyslunni? Hópurinn sem mætir ekki í tíma? Það er alveg ljóst að þennan hóp, tæpan fimmtung nemenda í 10. bekk, þarf að skoða. Kannski er þetta jaðarhópurinn sem þarf að einbeita sér að!


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /web/johanneskr/public_html/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 399

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *