Tveir lyfseðlar á sama lyfið

Í september á þessu ári skrifaði læknir út tvo lyfseðla, á sama lyfið, til sama einstaklings á sama deginum. Lyfið heitir Flunitrazepam Mylan og er betur þekkt sem nauðgunarlyfið Rohypnol. Fyrir þessa tvo lyfseðla hefði einstaklingurinn fengið 60 –  1mg töflur af þessu lyfi sem er misnotað í stórum skömmtum í læknadópheiminum – og notað af hrottum til að slæva manneskjur svo þeir geti nauðgað þeim.

Einstaklingurinn sem fékk þessa lyfseðla ávísaða er mjög veikur – langt leiddur í heimi læknadópsins. Aðstandandi þessa einstaklings sendi mér lyfseðlana og bað mig um að koma þeim til Landlæknisembættisins sem ég og gerði. „Fíklarnir eru mýmargir á meðan handfylli af læknum stjórnar örlögum þeirra og flýta ferð þeirra í gröfina,“ sagði aðstandandinn í bréfinu til mín.

Þessi aðstandandi hefur brugðið á það ráð að reyna að bjarga ættingja sínum með því að finna allar mögulegar upplýsingar um ávísanir lækna á lyf fyrir ættingjann og koma þeim til Landlæknis. „Það er það eina sem ég get gert. Við erum hrædd við þann
sem selur [ættingja mínum] dópið sem hann fær ávísað frá læknum og þess vegna viljum við einblína á læknana. Það er sérstaklega einn sem [ættingi minn] hefur leitað til,“ sagði aðstandandinn.


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /web/johanneskr/public_html/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 399

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *