Kastljós er að fara að fjalla um mismunandi leiðir fólks út úr skuldavanda. Ég er að leita að fólki sem stendur í þeim sporum að semja við bankastofnanir um skuldir sínar, íhugar að láta gera sig gjaldþrota, hefur eða ætlar að sækja um greiðsluaðlögun til umboðsmanns skuldara eða hefur í huga önnur úrræði sem það hefur fundið.
Það er hægt að senda mér tölvupóst á netfangið johanneskr@ruv.is eða johanneskr@johanneskr.is og einnig er hægt að senda nafnlausan póst í gegnum hnappinn sem er hægra megin og ofarlega á þessari vefsíðu.