Örlítið um mig
Ætt & uppruni
Ég er fæddur á fæðingarheimilinu við Eiríksgötu í Reykjavík 3. febrúar 1972. Móðir mín heitir Þórunn Kr. Bjarnadóttir fædd á Flateyri við Önundarfjörð, dóttir Guðríðar Guðmundsdóttur frá Brekku á Ingjaldssandi og Bjarna Þórðarsonar sem fæddist að Kleifarkoti í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi. Faðir minn Kristján Júlíus Finnbogason lést 10. febrúar 1983. Hann var sonur Finnboga Ketilssonar og ….
Menntun & helstu störf
Á stopulli skólagöngu minni hef ég farið víða. Var í grunn- og gagnfræðiskólum í Garðabæ. Þaðan lá leiðin á Héraðsskólann að Núpi í dýrafirði. Fimmtán ára gamall hóf ég nám við Reykjaskóla í Hrútafirði og fyrstu tvö árin í menntaskóla tók ég á Núpi. Þaðan fór ég í Fjölbrautaskólann við Ármúla. Námið hélt mér þó ekki og ég kvaddi þann skóla – 17 einingum frá stúdentsprófi að mig minnir. Í gegnum tíðina hef ég unnið fjölbreytt störf bæði til sjós og lands. Ungur að árum var ég vinnumaður í sveit að Hrauni á Ingjaldssandi. Vann við landanir, í frystihúsum fyrir vestan og á sjónum, bæði togurum og minni bátum. Frá árinu 2001 hef ég unnið sem blaðamaður, en ég gæti sagt að blaðamannaferillin næði aftur til ársins 1985 en þrettán ára gamall gaf ég út Duran Duran blaðið og seldi á 25 krónur stykkið.
Fjölskylda & áhugamál
Ég er í sambúð með Brynju Gísladóttur sem rekur eigið bókhaldsfyrirtæki. Ég á fjögur börn, þrjú á lífi en elsta dóttir mín Sigrún Mjöll lést 3. júní 2010.
Rannsóknarblaðamennska
Frá því ég byrjaði í blaðamennsku hef ég alltaf haft áhuga á rannsóknarblaðamennsku og sótt alþjóðaráðstefnur í þeim geira og kynnst blaðamönnum með sama áhuga um heim allan. Þeir blaðamenn sem ég hef kynnst og eru í verkefnum tengdum rannsóknarblaðamennsku hafa langflestir sömu sýn og ég. Ég er í blaðamennsku því ég vil benda á hluti sem betur mega fara í samfélaginu. Ég vil vera útrétt hönd minnihlutahópa sem hafa fáa eða jafnvel enga málsvara og spyrja spurninga fyrir þessa hópa sem fá ekki sanngjarna meðferð í samfélaginu. Ég vil segja frá óréttlæti, spillingu, ólöglegum aðgerðum og draga upp á yfirborðið hluti sem þarf að bæta í samfélaginu.
-
„To regularly present in depth investigative reporting, revealing wrong doing and system failures, is the single most important assignment for public service and state TV. Especially now, when the financially repressed traditional media companies have to cut down their journalistic ambitions. To not give the viewers this is to let them down terribly. The viewers need it. And they love it!“
-Nils Hanson, ritstjóri Uppdrag Granskning, SVT
-
„The importance of investigative journalism can not be understated; it is an essential media tool and without it, it is almost impossible for the media to maintain it is carrying out its duty´s as the “fourth estate”. In an increasingly complex world, and when power is concentrated in ever larger international entities, seeking the truth calls for more intensive and time consuming investigations. Abandoning investigative reporting is abandoning people. In our societies, poorer investigative journalistic work, means weaker democracy.“
-Kristinn Hrafnsson, rannsóknarblaðamaður
-
„It is not enough for journalists to see themselves as mere messengers without understanding the hidden agendas of the message and the myths that surround it.“
John Pilger rannsóknarblaðamaður - úr bókinni Hidden agendas
-
„The duty of journalists is to tell the truth. Journalism means you go back to the actual facts, you look at the documents, you discover what the record is, and you report it that way.“
-Noam Chomsky, prófessor
Fréttir & verðlaun

Kompás – Stöð 2

Kastljós – RÚV

Verðlaun
