Eldri menn og ungar stúlkur

Ég er hjartanlega sammála Bergsteini Sigurðssyni blaðamanni á Fréttablaðinu varðandi eldri menn sem nýta sér ungar stúlkur og neyð þeirra. Í ferð minni ofan í þessa svörtu heima ungu fíklanna hef ég rætt við fjölda stúlkna sem eru eða hafa verið undir hælnum á eldri mönnum. Sögurnar eru allar mjög svipaðar; þessir menn hafa gefið[…]

Minningarsjóður Sigrúnar Mjallar

Eftir því sem ég fer í gegnum fleiri bréf sé ég að margir vilja leggja fyrirhugðum Minningarsjóði Sigrúnar Mjallar lið með peningaframlagi. Tilgangur sjóðsins verður að styðja við bakið á skapandi verkefnum ungmenna sem eru í meðferð á meðferðarheimilum unglinga á hverjum tíma – verkefnum sem unglingarnir sjálfir fá hugmyndir að, útfæra og sækja um[…]

Bréfin

Mér hafa borist um 600 bréf frá fólki frá því Kastljósið hóf að sýna þættina um læknadópið. Ég hef ekki haft tíma til að líta á nema nokkur þeirra og þau sem ég hef lesið eru bæði falleg og sorgleg; sögur af fólki sem hefur látist vegna ofneyslu fíkniefna, áfengis, af slysförum vegna neyslu og[…]

Læknar og dópsalar

Ég hef fengið mikið af góðum bréfum síðustu daga frá fólki sem vill koma til mín upplýsingum um fíkniefna- og læknadópheiminn. Síðustu þrjá mánuði hef ég stigið ofan í svartan heim unglinga í harðri neyslu. Það kom mér mjög á óvart hve auðvelt það er fyrir þessa krakka (í sumum tilvikum börn) að verða sér[…]

Þakklæti

Andi Sissu, dóttur minnar heitinnar svífur yfir vötnum í kvöld. Það finn ég á þeim viðbrögðum sem ég hef fengið frá ótrúlegum fjölda fólks í formi símtala, sms-a og tölvupósta. Enn og aftur finn ég fyrir örvæntingu foreldra, sem í kvöld hafa verið að senda mér sögu barnanna sinna, sem eru látin vegna fíkniefnaneyslu, edrú[…]