Bílvelta á lélegum dekkjum
Ég og tveir vinir mínir sáum jeppling velta á Jökuldalnum í apríl á þessu ári. Þetta var bílaleigubíll frá lítilli bílaleigu og í honum voru fjórir pólverjar; hjón, sonur þeirra og tengdadóttir. Þau ætluðu að fara hringinn. Það urðu ekki alvarleg slys á fólkinu en bíllinn fór nokkrar veltur. Það var kalt þennan dag og[…]