Gleðilegur dagur

Dagurinn í dag var gleðilegur. Sigrún Mjöll hefði orðið 20 ára og fyrsta úthlutun úr Minningarsjóði Sigrúnar Mjallar varð að veruleika. Fjórir styrkir voru veittir sem allir renna til góðra verkefna. Ég hef dregið mig að mestu út úr starfi Minningarsjóðsins, en mun sitja í varastjórn næstu fimm árin. Ævilanga verkefnið mitt verður að tryggja[…]

Mikilvægur styrkur handboltastjörnu

Aron Pálmarsson landsliðsmaður í handbolta hefur ákveðið að styrkja Minningarsjóð Sigrúnar Mjallar um 450 þúsund krónur og þar með tvöfalda þá upphæð sem er til úthlutunar. Aron hafði samband við mig daginn sem auglýsingin um styrki úr sjóðnum var birt og lýsti yfir áhuga að koma að starfi sjóðsins. Hann sagðist hafa fylgst með sögu[…]