Fiskbúð Hólmgeirs keypti treyjuna á 200 þúsund

 -fjölskylda í Reykjavík styrkti sjóðinn að auki um 300 þúsund krónur. Fiskbúð Hólmgeirs í Mjóddinni bauð 200 þúsund krónur í treyju Arons Pálmarssonar landsliðsmanns í handbolta og leikmanns Kiel í Þýskalandi. Treyjan mun því að öllum líkindum hanga uppi í fiskbúðinni öllum til gleði. Til viðbótar styrkti fjölskylda í Reykjavík sjóðinn um 300 þúsund krónur[…]

Pabbi vill gefa syni sínum treyjuna í jólagjöf

Fjölskyldufaðir hafði samband við Minningarsjóð Sigrúnar Mjallar eftir viðtal við mig og Aron Pálmarsson handboltakappa á Bylgjunni í morgun. Faðirinn lagði inn tilboð í treyju Arons Pálma upp á 85 þúsund krónur. Í bréfi sem hann sendi sagði hann viðtalið hafa snert sig. Hann eigi nokkur börn og að elsta barnið eigi við fíkniefnavanda að[…]

Milljón til góðra mála

-Úthlutað úr Minningarsjóði Sigrúnar Mjallar í annað sinn. Aron Pálmarsson gefur handboltatreyju til styrktar sjóðnum.    Einni milljón króna verður úthlutað úr Minningarsjóði Sigrúnar Mjallar þann 22. desember næstkomandi en þann dag hefði Sigrún Mjöll orðið 21 árs. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr minningarsjóðnum, en í desember í fyrra voru fjögur[…]

Fjörtíu mínútur með Madiba

Ég var 28 ára þegar ég hitti Nelson Mandela í Jóhannesarborg í júlí árið 2000 ásamt vinum mínum Inga R. Ingasyni og Róberti Marshall. Ég man þegar ég stóð í garðinum fyrir utan heimili hans í úthverfi Jóhannesarborgar hugsaði ég að hann hefði setið í fangelsi í jafn langan tíma og ég hafði lifað, mínus[…]