Úr Kastljósinu

Eftir ritstjórnarfund í Kastljósinu í morgun þar sem farið var yfir þáttinn í gær og línurnar dregnar fyrir kvöldið, gekk ég út úr útvarpshúsinu sáttur og með bros á vör – atvinnulaus. Ég var ráðinn tímabundið í Kastljósið og sú ráðning rann út um mánaðarmótin janúar/febrúar.  Ég á eftir að klára tvær fréttir fyrir Kastljós[…]

Þegar hjartað ræður för

Í gærkvöldi sat ég með Ágústu Evu Erlendsdóttur leikkonu og Ragnari Kjartanssyni myndlistarmanni fyrir útsendingu á áramótaþætti Kastljóssins. Þau fengu sér te – ég fékk mér kaffi eins og venjulega. Ég var að undirbúa viðtalið við þau og spurði þau um viðburðarríkt ár í þeirra lífi sem nú er að líða. Þau hafa bæði náð[…]

Ingjaldur á netið

Fyrsta bindi Ingjalds varð til árið 1908 á stofnári Ungmennafélagsins Vorblóms sem hélt utan um tímaritið Ingjald. Tímaritið, sem var stílabók, gekk á milli bæja á Ingjaldssandi og skrifuðu íbúarnir hugleiðingar, sögur, ljóð og allt þar á milli í bókina. Einar Guðmundsson lýsti tilgangi Ingjalds í grein sem hann skrifaði árið 1920 í Ingjald. „Það[…]

Unglingar í Holtinu styrkja Minningarsjóð Sissu

Á miðvikudagskvöldið tók ég við styrk í Minningarsjóð Sigrúnar Mjallar uppá tæpar 140 þúsund krónur. Það voru unglingar í félagsmiðstöðinni Holtinu í Norðlingaholti sem söfnuðu þessum peningum. Það gerðu þau í sérstakri góðgerðar- og útvarpsviku sem var alla síðustu viku í félagsmiðstöðinni. Í tilynningu frá Holtinu segir; „Við ætlum að láta gott af okkur leiða[…]

Veitti fyrstu hjálp í gærkvöldi

Í gærkvöldi keyrði ég fram á bílveltu á Hellisheiðinni. Ég sá bifreiðina fara út í kant í mikilli hálku, uppá snjóruðning þar sem hún fór tvær veltur. Ég stöðvaði bílinn minn, setti hazardljósin á, bað ökumann bílsins fyrir aftan mig sem einnig hafði stöðvað að hringja á lögreglu og hljóp svo að bílnum sem var[…]

Tölurnar á gangstéttinni

Oft á morgnana þegar ég fylgi 5 ára syni mínum Gísla Kristjáni á leikskólann hugsa ég til fortíðar, nútíðar og framtíðar. Á stéttina á leikskólalóðinni eru málaðir kassar með númerum frá 1 og upp í 85. Eftir þessum kössum göngum við á morgnana og náum upp í 70 sem er fyrir framan dyrnar á deildinni[…]

Fiskbúð Hólmgeirs keypti treyjuna á 200 þúsund

 -fjölskylda í Reykjavík styrkti sjóðinn að auki um 300 þúsund krónur. Fiskbúð Hólmgeirs í Mjóddinni bauð 200 þúsund krónur í treyju Arons Pálmarssonar landsliðsmanns í handbolta og leikmanns Kiel í Þýskalandi. Treyjan mun því að öllum líkindum hanga uppi í fiskbúðinni öllum til gleði. Til viðbótar styrkti fjölskylda í Reykjavík sjóðinn um 300 þúsund krónur[…]

Pabbi vill gefa syni sínum treyjuna í jólagjöf

Fjölskyldufaðir hafði samband við Minningarsjóð Sigrúnar Mjallar eftir viðtal við mig og Aron Pálmarsson handboltakappa á Bylgjunni í morgun. Faðirinn lagði inn tilboð í treyju Arons Pálma upp á 85 þúsund krónur. Í bréfi sem hann sendi sagði hann viðtalið hafa snert sig. Hann eigi nokkur börn og að elsta barnið eigi við fíkniefnavanda að[…]

Milljón til góðra mála

-Úthlutað úr Minningarsjóði Sigrúnar Mjallar í annað sinn. Aron Pálmarsson gefur handboltatreyju til styrktar sjóðnum.    Einni milljón króna verður úthlutað úr Minningarsjóði Sigrúnar Mjallar þann 22. desember næstkomandi en þann dag hefði Sigrún Mjöll orðið 21 árs. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr minningarsjóðnum, en í desember í fyrra voru fjögur[…]