Minningartónleikar – breyting á dagskrá

Forsvarsmenn minningartónleikana um Sissu báðu mig um að koma þessari tilkynningu á framfæri:

Fréttatilkynning

Minningar-og styrktartónleikar: „Í minningu Sissu“. – Ágústa Eva hleypur í skarðið fyrir Þórunni Antoníu.

Meðferðarheimilið á Laugalandi fékk þá hugmynd á vordögum að halda tónleika til þess að styrkja minningarsjóð Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttir.  Sigrún Mjöll eða Sissa eins og hún var oftast kölluð var í meðferð á Laugalandi og átti góða tíma þar. Hún lést í júní 2010 eftir of stóran skammt af læknadópi aðeins 17 ára gömul.

Breytingar á liðskipan listamanna:

Miðasala á tónleika gengur vel og er mikill áhugi á tónleikunum enda málefnið gott og margir listamenn sem koma fram.

Af óviðráðanlegum orsökum urðu breytingar á þeim sem fram munu koma.  Þórunn Antonía, Bent og Steindi jr. komast ekki á tónleikana en til stóð að Þórunn yrði kynnir. Í staðinn mun Ágústa Eva Erlendsdóttir vera kynnir tónleikanna. En fjöldi listamanna mun koma fram og sjá til þess að þetta verið góð kvöldstund í Hofi fyrir alla fjölskylduna.

Tónleikarnir:

Tónleikarnir fara fram í Hofi, menningarhúsinu á Akureyri föstudaginn 30.september kl.20:00.

Fram koma vinsælustu tónlistarmenn landsins í dag og verður efnisskráin fjölbreytt enda tónleikarnir hugsaðir sem fjölskyldutónleikar.

Fram koma:

Friðrik Dór, Óskar Pétursson, Eyþór Ingi Jónsson,  Rúnar Eff, Kristmundur Axel, Bjartur Elí, Júlí Heiðar, Kór Glerárkirkju, Karlakór Akureyrar- Geysir, Hvanndalsbræður og Páll Óskar. Einnig má eiga von á óvæntum gesti.

Kynnir: Ágústa Eva

Um sjóðinn:

Við andlát Sissu var stofnaður minningarsjóður sem hefur það hlutverk að stuðla að skapandi störfum ungmenna sem lent hafa út af sporinu og eru á meðferðarheimilum landsins. Úthlutað er úr sjóðnum 22.desember á afmælisdegi Sigrúnar Mjallar.

Hægt er að kaupa miða á www.minningsissu.is og einnig á www.midi.is

Nánari upplýsingar gefur Pétur Guðjónsson í síma 691 1219

 


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /web/johanneskr/public_html/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 399

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *