Pabbi vill gefa syni sínum treyjuna í jólagjöf

Fjölskyldufaðir hafði samband við Minningarsjóð Sigrúnar Mjallar eftir viðtal við mig og Aron Pálmarsson handboltakappa á Bylgjunni í morgun. Faðirinn lagði inn tilboð í treyju Arons Pálma upp á 85 þúsund krónur. Í bréfi sem hann sendi sagði hann viðtalið hafa snert sig. Hann eigi nokkur börn og að elsta barnið eigi við fíkniefnavanda að etja á meðan yngra barn í fjölskyldunni stundi handboltann af kappi.

„Því finnst mér það tilvalið að styrkja Minningarsjóð Sissu með boði í hanboltatreyjuna með von um að verða hæstbjóðandi og geta gefið yngri syni mínum treyjuna í jólagjöf um leið og maður getur lagt góðu málefni lið. Boð mitt í treyjuna er kr. 85.000,“ segir faðirinn í bréfinu.

Þetta finnst mér fallegt og ég vona innilega að fyrirtæki muni bjóða í treyju Arons með það í huga að pabbinn geti gefið barninu sínu treyjuna í jólagjöf og um leið stutt málefni sem stendur honum nærri.

Uppboðinu á treyju Arons Pálmarssonar lýkur á miðnætti næstomandi fimmtudag. Hægt er að gera tilboð í treyjuna með því að senda tölvupóst á netfangið uppbod@minningsissu.is


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /web/johanneskr/public_html/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 399

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *